System.Exception: StaticFileFormInstances::SelectOne::Error occured. ---> System.InvalidCastException: Specified cast is not valid. at Disill.Modules.StaticFileForm.DB.StaticFileFormInstances.SelectOne() --- End of inner exception stack trace --- at Disill.Modules.StaticFileForm.DB.StaticFileFormInstances.SelectOne() at Disill.Modules.StaticFileForm.StaticFileForm.CreateChildControls() Lesa : zonet.is

Enn til miðar á The Fall

Miðvikudaginn 17. nóvember heldur breska hljómsveitin The Fall tónleika í Austurbæ. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Dr. Gunni og Vonbrigði. Miðaverð er 3200 kr. og er miðasala í fullum gangi á midi.is og í Austurbæ.

Að The Fall skuli koma og halda tónleika í Austurbæ verður að teljast til stórtíðinda ekki aðeins fyrir þær sakir að sveitin lék þar árið 1981 og 1983 heldur einnig að um er að ræða eina áhrifamestu hljómsveit Bretlands. John heitinn Peel var einn af dyggustu aðdáendum sveitarinnar og kom The Fall oft fram í þætti hans.

Það telst einnig til tíðinda að Vonbrigði komi fram við þetta tækifæri og að allir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar skuli vera með. Vonbrigði spilaði síðast opinberlega fyrir rétt um 20 árum. Ný plata með Vonbrigði er væntanleg í lok nóvember. Sveitin hefur bara batnað með árunum og er þéttleikinn gríðarlegur.

Dr. Gunni hefur lítið komið fram opinberlega á þessu ári en hljómsveitin mun leika gamalt og nýtt efni á hljómleikunum

Ljóst er að hér er um einn athyglisverðasta tónlistarviðburð ársins að ræða.