Labbi- Lítið ljós /kærleiksdiskur

Ólafur Þórarinsson, öllu tónlistaráhugafólki kunnur sem Labbi í Mánum er löngu landsþekktur lagahöfundur og söngvari. Nýjasta plata hans, Lítið ljós, er einkar falleg. Boðskapur tónlistarinnar eykur kærleika og umhyggju, tónlist sem á erindi til allra. Vandaður bæklingur fylgir þar sem alla texta er að finna auk frásagna af tilurð laganna fjórtán. Skyldueign allra unnenda góðrar íslenskrar tónlistar.



Ásgeir Óskarsson- Fljúgðu með mér

Tímamótaplata!  Tvöfaldur diskur með tónlist Ásgeirs Óskarssonar sem leikur sjálfur á flest hljóðfærin.Úrvalslið söngvara og hljóðfæraleikara kemur fram og á sinn þátt í fjölbreytni þessa frábæra, frumlega verks Ásgeirs Óskarssonar.

Sveinn M. Sveinsson- Friðlausi fuglinn

10 frumsamin lög eftir Svein M Sveinsson sem einnig á flesta textana.   Skemmtilegur og fjölbreyttur diskur með úrvals söngvurum og hljóðfæraleikurum.

Reggý Óðins- Hafið

Ný, ung söngstjarna, Reggie Óðins, kveður sér hljóðs á þessum diski. Hún syngur um ung hjörtu, ástir og söknuð, lífið og náttúruna. Falleg lög um fjölbreytt yrkisefni. Ljúfur diskur með 12 lögum. Ellefu laganna eru eftir Anton Rafn Gunnarsson en lokalagið Kveðja í draumi er samið af Reggie Óðins. Afbragshljóðfæraleikarar leika undir m.a. á gítar, bassa, selló, fiðlu, saxófón, blokkflautu, píanó, hammondorgel o.fl.

Velgengni Björns Thoroddsen

Björn Thoroddsen nýtur velgengni þessa dagana. Nýjasti diskur hans ,,Bjössi Thor & Bítlarnir" hefur þráfaldlega selst upp hjá útgefanda og ,,Bítla"-konsertar hafa verið haldnir beggja vegna Atlantsála. Björn mun leika á tónleikum í Bandaríkjunum 20. og 21. desember. Fyrri tónleikarnir verða í Bolden, Colorado á föstudagskvöldinu 20. des. og seinni tónleikarnir í Denver, laugardaginn 21. desember. Heim í jólafríið kemur Björn að morgni  24.desember.

Seldust upp

,,Jólastjörnur Geirmundar Valtýssonar" og ,,Bjössi Thor & Bítlarnir" seldust báðar upp fljótlega hjá útgefanda. Nýjar sendingar eru komnar til landsins og hefur þegar verið dreift í verslanir. Þetta er fyrsta jólaplata Geirmundar og sýna viðtökurnar svo sannarlega að tími var kominn til að skagfirski sveiflukóngurinn sendi frá sér eina slíka.

Björn Thoroddsen með fimm hljómleika i Kanada í desember

4. des. The Loft Gastro Pub. Björn Thoroddsen & Tim Butler band5. des. Gimli: Johnson Hall, Waterfront Centre6. des. Winnipeg : Neil Bardal  Centre 7. des. Brandon  R. D. Bell Hall, í tónlistardeild Brandonháskólans7. des :Mountain, North Dakota,  Community Centre